Hádegisfyrirlestrar og námskeið haust 2019

Fréttir - 13.09.2019
Hádegisfyrirlestrar og námskeið haust 2019

VR býður félagsmönnum sínum upp á fræðandi námskeið og fyrirlestra á haustönn 2019.

Fimmtudaginn 19. september kl. 12.00-13.00 verður Margrét Björk Svavarsdóttir með hádegisfyrirlestur sem kallast „Að temja tölvupóstinn“.
Hér má lesa nánar um fyrirlesturinn.

Fimmtudaginn 26. september kl. 12.00-13.00 verður hádegisfyrirlestur um styttingu vinnuvikunnar þar sem Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, verður með kynningu á mikilvægum atriðum varðandi styttingu vinnuvikunnar. Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.
Hér má lesa nánar um fyrirlesturinn.

Miðvikudaginn 18. september verður Rakel Heiðmarsdóttir með námskeið fyrir félagsmenn VR á Selfossi um árangursrík samskipti á vinnustöðum.
Sjá nánar um námskeiðið hér.

Miðvikudaginn 2. október kl. 9.00-12.30 kemur Rakel til Reykjavíkur með sama námskeið.
Hér má sjá nánar um námskeiðið.

8.-10. október verður Ásgeir Jónsson með námskeið fyrir eldri félagsmenn sem kallast „Að nýta bestu ár ævinnar“ og er hugsað fyrir félagsmenn sem eru að huga að starfslokum eða eru nýlega hættir á vinnumarkaði.
Hér má sjá nánar um námskeiðið.

Fimmtudaginn 17. október kl. 12.00-13.00 heldur Benna Sörensen Valtýsdóttir hádegisfyrirlestur sem nefnist „Ekki standa hjá“ og gengur út á að auka getu og þor þeirra sem verða vitni að óviðeigandi hegðun að bregðast við í slíkum aðstæðum.
Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Fimmtudagur 7. nóvember kl. 12.-13.00 kemur Teitur Guðmundsson læknir, til okkar með erindi um hamingjuna. Fer hann yfir góð ráð og leiðir til þess að láta sér líða vel og vísindin á bakvið hamingju.
Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.
Hér má lesa nánar um fyrirlesturinn.