Hádegisfyrirlestur um styttingu vinnuvikunnar

Fréttir - 22.10.2019
Hádegisfyrirlestur um styttingu vinnuvikunnar

VR býður félagsmönnum sínum á fróðlegan hádegisfyrirlestur, fimmtudaginn 24. október nk. frá kl.12.00-13.00 um styttingu vinnuvikunnar. Þessi fyrirlestur er til upplýsinga fyrir félagsmenn VR enda ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar samtalið á sér stað inni á vinnustaðnum.

Farið verður yfir tillögur að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:
a) Hver dagur styttist um 9 mínútur
b) Hver vika styttist um 45 mínútur
c) Safnað upp innan ársins
d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti

Nánari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar hér.

Sérfræðingar VR munu svo taka við fyrirspurnum varðandi styttingu vinnuvikunnar og önnur tengd kjaramál í lok kynningar.

Við hvetjum alla félagsmenn VR til að skrá sig, skráning fer fram hér.

Ef þú hefur ekki tök á að mæta er hægt að skrá sig á streymi hér.

Athugið að um sama fyrirlestur er að ræða og var haldinn 26. september sl.