Hádegisfyrirlestur - Upptekni umhverfissinninn

Fréttir - 17.02.2020
Hádegisfyrirlestur - Upptekni umhverfissinninn

Hvernig er hægt að sinna umhverfismálum í nútímalífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt? Umræða í samfélaginu um loftslagsmál og neyslu almennings er ofarlega í hugum margra.

Í næsta hádegisfyrirlestri VR mun Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur og markþjálfi, fara yfir hvernig sú umræða getur haft áhrif á líðan okkar. Hún bendir á leiðir til að njóta lífsins með minni loftslagskvíða, án neysluskammar og hvernig hægt er að vera með „jeppadellu“ en samt vera umhverfissinnaður!

Hádegisfyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 12 og verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Nánari upplýsingar og skráningu má nálgast hér.