Konur lifa ekki á þakklætinu

Fréttir - 24.10.2020
Konur lifa ekki á þakklætinu

24. október 1975 lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í dag, 45 árum síðar, er framlag kvenna til samfélagsins ekki enn að fullu metið að verðleikum.

COVID-19 hefur afhjúpað hið grimma vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Störf kvenna eru undirstaða samfélagsins en kjörin eru í engu samræmi við mikilvægi þeirra!

Metum störf kvenna að verðleikum. Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Kjarajafnrétti STRAX!