Kosningar til stjórnar VR hefjast 11. mars

Fréttir - 07.03.2019
Kosningar til stjórnar VR hefjast 11. mars

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs stjórnar VR, 2019-2021, skv. 20 gr. laga félagsins, hefst kl. 09.00 mánudaginn 11. mars nk. og lýkur kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 15. mars. Atkvæðagreiðslan er rafræn.

Valið er á milli 13 frambjóðenda til stjórnar VR. Merkja skal við mest 7 frambjóðendur í stjórnarkosningum.

Hvernig þú kýst stjórn VR

  1. Smelltu á „Kosið um stjórn 2019-2021" á vr.is
  2. Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum
  3. Atkvæðaseðill opnast með upplýsingum um hvernig þú átt að kjósa

Ef þú hefur ekki Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is.

Frambjóðendur í stafrófsröð:

Agnes Erna Estherardóttir
Anna Þóra Ísfold
Björn Kristjánsson
Harpa Sævarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jóna Fanney Friðriksdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Selma Árnadóttir
Sigmundur Halldórsson
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Þorvarður Bergmann Kjartansson