Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Sgs 18 12 12 5299 (2)

Almennar fréttir - 04.06.2019

Kynningarfundur um diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Kynningarfundur um diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun verður haldinn þann 6. júní kl 14:00 í sal VR á 0.hæð í Húsi verslunarinnar. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Ef þú kemst ekki á fundinn en hefur áhuga þá er einnig hægt að skrá sig í streymi hér.

Námið er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum sem hafa áhuga á því að efla sig enn frekar í starfi. Grunnáfangar námsins eru sérstaklega hannaðir fyrir nám í verslunarstjórnun og byggja á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra.
Opið er fyrir skráningar í Diplómanám í viðskiptafræði- og verslunarstjórnun en umsóknarfrestur er til 15. júní 2019.

Diplómanámið í viðskiptafræði- og verslunarstjórnun er styrkhæft hjá starfsmenntasjóðum SVS og SV. Hægt er að sækja um einstaklingsstyrk eða sameiginlegan styrk í samvinnu við fyrirtækið sem starfað er hjá.

Almenn inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Frekari upplýsingar um námið má finna inn á vefsíðum háskólanna, sjá hér og hér.