Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mynd.jpg

Almennar fréttir - 15.03.2018

Leiðrétt röðun varamanna í stjórnarkosningu

Kjörstjórn VR tilkynnti í gær að farist hafi fyrir að láta kynjafléttu í uppröðun úr niðurstöðu stjórnarkosninga ná áfram niður til varamanna.
Samkvæmt kjörstjórn má rekja orsök þessa til þess að ákvæði 20.4 gr. laga VR um atriðið megi misskilja en að við nánari skoðun hafi komið í ljós að í framkvæmd hafi fléttureglan verið látin gilda um varamenn.

Þess vegna var rangt farið með röðun varamanna. Kjörstjórn leiðrétti þessi mistök og tilkynnti frambjóðendum í framhaldi.
Réttkjörnir eru því eftirfarandi:

Réttkjörnir aðalmenn til tveggja ára:
Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson
Dóra Magnúsdóttir
Arnþór Sigurðsson
Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
Friðrik Boði Ólafsson
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir

Réttkjörnir varamenn til eins árs:
Sigurður Sigfússon
Agnes Erna Estherardóttir
Sigmundur Halldórsson