Mínar síður aðgengilegar á ensku

Fréttir - 19.09.2019
Mínar síður aðgengilegar á ensku

Nú eru Mínar síður á vef VR aðgengilegar á ensku. Fullgildir félagsmenn VR og/eða þeir sem eiga réttindi í VR varasjóði geta sótt um aðgang að Mínum síðum. Skráning fer fram með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Á Mínum síðum geta félagsmenn VR nálgast rafrænar umsóknir sínar, séð stöðuna í sjóðum félagsins, yfirlit yfir greidd félagsgjöld o.fl.

Enska útgáfan af Mínum síðum hjá VR er mikilvægur liður í áframhaldandi bættri þjónustu fyrir erlenda félagsmenn VR en nýlega var vefur VR yfirfarinn með þetta í huga og ensk útgáfa vefsins www.vr.is/en endurbætt töluvert.

Til þess að skrá sig á Mínar síður á ensku er farið inn á vr.is/en og My pages valdar þar.