Námskeið - Að semja um launin

Fréttir - 09.10.2017
Námskeið - Að semja um launin

VR býður félagsmönnum sínum á ókeypis námskeið til undirbúnings fyrir launaviðtalið. Næsta námskeið verður haldið nk. fimmtudag, þann 12. október, kl 09:00 - 12:00 í fundarsal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Á námskeiðinu verður farið yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna og þátttakendur leggja mat á eigið vinnuframlag, meta styrkleika sína og veikleika og rýna í eigin menntun, þekkingu og færni svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrirlesari er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Sjá nánar um námskeiðið og skráningu.