Nýr kjarasamningur undirritaður við Norðurál

Frétt - 14.10.2020
Nýr kjarasamningur undirritaður við Norðurál

Í gær, 13. október 2020, var undirritaður nýr kjarasamningur milli Norðuráls á Grundartanga annars vegar og Félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, VR og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2024.

Meðal atriða í samningnum er stytting vinnutíma hjá dagvinnufólki en sérstök samstarfsnefnd stjórnenda og fulltrúa dagvinnufólks verður skipuð til að fylgja eftir markmiðum vinnutímastyttingar.

Smelltu hér til að sjá samninginn í PDF.