Nýr sameiginlegur styrkur

Fréttir - 12.10.2017
Nýr sameiginlegur styrkur

Stjórnir starfsmenntasjóða sem VR á aðild að hafa samþykkt möguleika á sameignlegum styrk félagsmanns og fyrirtækis úr sjóðunum. Sameiginlegur styrkur gerir félagsmönnum og fyrirtækjum kleift að vinna betur saman að starfsþróun félagsmanna.

Félagsmanni og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðanna ef nám félagsmanns kostar kr. 500.000 eða meira. Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðanna um starfstengt nám. Félagsmaður sækir um styrkinn og með umsókn verður að fylgja lýsing á náminu og undirrituð yfirlýsing frá fyrirtækinu. Í yfirlýsingunni skal koma fram að um sé að ræða sameiginlega umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun starfsmannsins. Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti bæði félagsmanns og fyrirtækis. Hámarksstyrkur getur orðið samtals sem nemur hámarksrétti einstaklings og hámarksrétti fyrirtækis. Sjá nánar ákvæði um hámarksstyrk og uppsafnaðan styrk á starfsmennt.is. Hægt er að sækja um sameiginlegan styrk á Mínum síðum.