Nýtt VR blað er komið út! 3 tbl. 2020

Fréttir - 05.10.2020
Nýtt VR blað er komið út! 3 tbl. 2020

Þriðja tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í blaðinu má finna umfjöllun um skrifstofu VR á Suðurnesjum og viðtöl við fjóra félagsmenn á svæðinu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur verið ráðin atvinnuráðgjafi hjá VR og er viðtal við hana í blaðinu um þau vinnumarkaðsúrræði sem VR hyggst ráðast í á næstu vikum og mánuðum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna fjalla um vel heppnað samstarf VR og NS gegn ólöglegum smálánum.

Þá er að finna í blaðinu grein eftir Guðrúnu Johnsen Ph.D., efnahagsráðgjafa VR sem nefnist „Stærsta áskorun efnahagsstjórnunar: Að viðhalda eftirspurn“.  Í blaðinu er einnig fjallað um tvær kannanir sem framtíðarnefnd VR stóð fyrir um viðhorf til breytinga á störfum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar.