Nýtt VR blað er komið út!

VR blaðið - 06.12.2018
Nýtt VR blað er komið út!

Síðasta tölublað VR blaðsins á árinu er í tímaritaformi og er því dreift til félagsmanna VR. Eins og venja er á þessum árstíma er farið yfir réttindi félagsmanna í desember enda sérlega mikilvægt að launafólk sé meðvitað um hvíldartíma, laun á frídögum og annað þess háttar, nú sem endranær. Í blaðinu er fjallað um kröfugerð VR og LÍV gagnvart SA og þá er einnig farið yfir þær kröfur sem VR gerir á stjórnvöld í komandi kjarasamningaviðræðum. Þá fjallar formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, um hvernig krónutöluhækkun skilar sér til félagsmanna VR. Í blaðinu er að finna viðtal við Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur hjá Forvörnum ehf, en hún stýrir umræðuhópum fyrir karla sem hafa farið í gegnum kulnun í starfi. VR hefur um nokkurt skeið unnið að því að gera hæfni félagsmanna sinna sýnilega og fá hana metna til launa. Farið er nánar yfir málið í VR blaðinu í grein sem ber heitið „VR styður verslunarfólk til starfsþróunar.“

Smelltu hér til að skoða blaðið.

Viltu fá blaðið sent á rafrænu formi um leið og það kemur út? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki hér.