Nýtt VR blað er komið út!

VR blaðið - 19.06.2017
Nýtt VR blað er komið út!

Í 2. tölublaði VR blaðsins árið 2017 eru Fyrirtæki ársins 2017 kynnt. Í blaðinu er að finna viðtöl við stjórnendur fyrirtækjanna sem hlutu titilinn Fyrirtæki ársins 2017 og myndir af vinnustöðunum. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við nýjan formann VR, Ragnar Þór Ingólfsson, en Ragnar Þór sat í átta ár í stjórn félagsins áður en hann var kjörinn formaður á aðalfundi VR 28. mars síðastliðinn.

Einnig er umfjöllun um deild VR í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars er rætt við félagsmenn á svæðinu og trúnaðarmaður VR í Bónus tekinn tali. Þá skrifar Gils Einarsson, nýkjörinn formaður Suðurlandsdeildar VR, um sameiningu VMS við VR og nýja tíma fyrir félagsmenn á svæðinu. 

Viltu fá blaðið sent á rafrænu formi um leið og það kemur út? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki hér.