Nýtt VR blað komið út

VR blaðið - 31.05.2019
Nýtt VR blað komið út

Annað tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því í þetta sinn dreift til félagsmanna með Fréttablaðinu.

Í þessu öðru tölublaði ársins beinum við sjónum okkar að úrslitum í könnuninni um Fyrirtæki ársins 2019. Nánari upplýsingar um þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu þetta árið má finna á bls. 8. Fjallað er um nýja kjarasamninga, Lífskjarasamningana, sem voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta hjá VR. Þá er, á bls. 12 – 13, ítarleg umfjöllun um styttingu vinnuvikunnar, sem náðist að semja um í síðustu kjarasamningaviðræðum. Úrslit stjórnarkosninga VR eru kynnt, fjallað er um fagnám í Viðskiptafræði og verslunarstjórnun og sagt frá fjölskylduhátíð VR þann 1. maí.

 

New issue of the VR magazine

This year‘s second issue of the VR magazine (Icelandic only) has been puplished and will be distributed to members with Fréttablaðið.

In this issue, which will be distributed on 1 June, we focus on the results of our survey for the title of Company of the year 2019. Further information on the companies that received recognition this year can be found on page. 8. We also cover the new wage agreements, which were agreed upon by an overwhelming majority of VR members. Then, on pages 12-13, there is a detailed discussion of the shortening of the work week, which we negotiated for during the last negotiations. The results of the elections to VR's board are covered, also an article on a course in Business Administration and Store Management, and the VR family celebration held on Labour-Day 1 May.