Nýtt VR blað komið út

VR blaðið - 27.09.2019
Nýtt VR blað komið út

Þriðja tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því í þetta sinn dreift til félagsmanna með Fréttablaðinu.

Í þessu þriðja tölublaði ársins er megináherslan á styttingu vinnuvikunnar sem samið var um fyrir VR félaga í síðustu kjarasamningum. Helstu upplýsingar og dæmi um útfærslumöguleika styttingar má finna á bls. 6 - 7. En einnig er fjallað um þann ávinning sem verður af styttingu í áhugaverðri grein eftir Ragnheiði Agnarsdóttur eiganda Heilsufélagsins á bls. 4. Þar fer hún einnig yfir 6 skref að vel heppnaðri innleiðingu á styttingu vinnutíma. Þessu til viðbótar, á bls. 9, er rætt við tvo trúnaðarmenn um styttingu vinnuvikunnar og hvort farið sé að ræða útfærslu þess á þeirra vinnustöðum.

Fjallað er um, á bls. 10, nýtt fagnám verslunar og þjónustu – Menntagátt – sem Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks hefur unnið að því að þróa fyrir starfsfólk í verslun og þjónustu og þá er einnig sagt frá áhugaverðum námskeiðum fyrir félagsmenn VR sem haldin verða á haustönn í húsakynnum VR.

Loks er viðtal á bls. 14 við Ásgeir Jónsson sem hefur undanfarin ár haldið feykivinsæl námskeið fyrir félagsmenn VR sem eru að huga að starfslokum.

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR