Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
1.mai-fanar

Almennar fréttir - 03.10.2017

Opinn fundur um okurvexti og verðtryggingu

VR og Verkalýðsfélag Akraness bjóða landsmönnum til opins fundar laugardaginn 7. október milli 14:00 og 16:00 í Háskólabíói.

Fundurinn verður haldinn í aðalsal Háskólabíós en opið verður einnig í anddyrissalnum þar sem hægt verður að fylgjast með fundinum á stórum sjónvarpsskjám. Þá verður fundinum streymt á netinu beint svo að enginn ætti að missa af honum ef eigið ekki heimangengt, búið úti á landi eða erlendis.

Ræðumenn og fyrirlesarar verða

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR,
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA,
Ásta Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði
Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Fundarstjóri er Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir.

Fulltrúum allra stjórnmálaflokka, sem bjóða fram til Alþingis þann 28. október næstkomandi, hefur verið boðið að senda formenn eða fulltrúa sína til að kynna hvað þeirra flokkur ætlar að gera varðandi okurvextina og verðtrygginguna á lánum heimilanna og fá þeir þrjár mínútur hver til þess.

Nánari um viðburðinn á Facebook