Opnað fyrir bókanir orlofshúsa 9. janúar kl. 19:00

Fréttir - 28.12.2017
Opnað fyrir bókanir orlofshúsa 9. janúar kl. 19:00

Minnum á að opnað verður fyrir bókanir á orlofshúsum VR árið 2018 og fram á mitt ár 2019 sem hér segir:

Þriðjudaginn 9. janúar 2018 kl. 19.00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa 1. júní – 31. ágúst 2018 hjá þeim sem hafa ekki fengið úthlutað orlofshúsi sl. þrjú sumur.

Fimmtudaginn 11. janúar 2018 kl. 10.00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa fyrir þá sem leigðu orlofshús sumarið 2015, 2016 eða 2017.

Þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 10.00 verður opnað fyrir bókanir sem ná yfir tímabilið 31. ágúst 2018 - 31. maí 2019.

Skrifstofa VR í Reykjavík verður opin að kvöldi 9. janúar frá kl. 18:50 – 20:00 og geta þeir félagsmenn, sem ekki bóka á vefnum, komið á skrifstofu félagsins til að bóka. Þá verður einnig tekið við bókunum í síma 510 1700 frá kl. 19:00 þann sama dag.

Á orlofsvef VR er að finna allar upplýsingar um orlofshús VR og tímabil. Til að bóka og greiða fyrir orlofshús eða aðra orlofsþjónustu VR þarf að skrá sig inn á Mínar síður. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.