Opnað fyrir skráningu hjá Bjargi

Fréttir - 12.06.2018
Opnað fyrir skráningu hjá Bjargi

Opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista eftir íbúðum hjá Bjargi íbúðafélagi. Eingöngu er tekið við skráningum rafrænt í gegnum "mínar síður" á vef Bjargs, bjargibudafelag.is.

Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.