Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Rakel Landscape

Almennar fréttir - 22.05.2020

Rafrænn hádegisfyrirlestur – Símenntun sem verkfæri í persónulegum og faglegum vexti

VR býður félagsmönnum sínum á rafrænan hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 27. maí frá kl. 12.00-13.00. Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir hjá Birki ráðgjöf.

Þessi fyrirlestur er hugvekja um mikilvægi þess að efla stöðu okkar á atvinnumarkaðnum með markmiðasetningu og símenntun. Hvort sem við erum í starfi eða að leita að starfi geta markmið og frekari menntun eða fræðsla gefið okkur vind í seglin til meiri árangurs í starfi og atvinnuleit. Á tímum sem þessum geta falist tækifæri til vaxtar ef við sýnum seiglu og úthald til að ná settum markmiðum eða sækja okkur frekari menntun til að auka möguleika.

Fyrirlesturinn verður einnig aðgengilegur í allt sumar á Mínum síðum.

Smelltu hér til að skrá þig!