Stjórn VR dregur yfirlýsingu til baka

Fréttir - 24.07.2020
Stjórn VR dregur yfirlýsingu til baka

Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair, sem send var út 17. júlí sl., til baka.

Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað.

Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.