Stofnfundur deildar VR á Suðurlandi

1 - 11.04.2017
Stofnfundur deildar VR á Suðurlandi

Stofnfundur deildar VR á Suðurlandi verður haldinn þriðjudaginn 2. maí 207 kl. 19:00 á Austurvegi 56, Selfossi.

Kosinn verður formaður deildarinnar og tveir stjórnarmenn til tveggja ára, auk tveggja varamanna í stjórn til eins árs.

Fullgildir félagsmenn VR sem starfa á félagssvæði deildarinnar og uppfylla hæfisskilyrði, sbr. 3. gr. laga VR, geta boðið sig fram en félagssvæði nær yfir Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.

Framboðum, þar sem fram kemur nafn frambjóðanda, kennitala og netfang/farsími, skal skila rafrænt til vr@vr.is eða skriflega á skrifstofu félagsins, Austurvegi 56 á Selfossi, í síðasta lagi þriðjudaginn 25. apríl.