Sumarið er tíminn!

Fréttir - 05.06.2018
Sumarið er tíminn!

Félagsmönnum VR standa til boða fjölmargir spennandi möguleikar í orlofsmálum. Auk orlofshúsa eru í boði gjafabréf í ferðir af ýmsu tagi, kort sem opna skemmtilega valkosti, aðgangur að tjaldsvæði í sumar og niðurgreiðsla tjaldvagna. Hér að neðan er stiklað á stóru á því sem í boði er, en nánari upplýsingar eru á orlofsvef VR.

  • Tjaldsvæði í Miðhúsum verður opið fyrir félagsmenn í sumar. Það er allt hið glæsilegasta og mjög fjölskylduvænt. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, húsbíla og fellihýsi með aðgangi að rafmagni á mjög hagstæðu verði. Opnunartími verður auglýstur síðar á vef VR.
  • Tjaldvagnaútleiga er niðurgreidd fyrir félagsmenn. VR félagar geta tekið á leigu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi af viðurkenndum leiguaðila og fengið niðurgreiðslu gegn framvísun kvittunar. Niðurgreiðslan er 5.000 kr. á nótt, að hámarki sex nætur fyrir hvert orlofstímabil.
  • Gjafabréf Icelandair kostar 23.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í flug og/eða pakkaferðir. Gjafabréfin gilda í allt að tvö ár frá útgáfudegi. Sjá nánar á icelandair.is
  • Gjafabréf WOW air kostar 22.500 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í flug. Gjafabréfin gilda í eitt ár frá útgáfu bréfsins. Sjá nánar á wowair.is
  • Gjafabréf Úrvals Útsýnar og Sumarferða kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu. Bréfið gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2018.
  • Veiðikortið er góður kostur fyrir veiðimennina í fjölskyldunni. Með kortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið. Kortið kostar 4.800 kr. til félagsmanna VR og er hægt að kaupa það á orlofsvef VR eða á skrifstofum félagsins. Nánar á veidikortid.is
  • Útilegukortið veitir tveimur fullorðnum og tveimur börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á u.þ.b. 41 tjaldsvæðum í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári kortsins. Kortið kostar 11.600 kr. til félagsmanna VR og er hægt að kaupa það á orlofsvef VR eða á skrifstofum félagsins. Nánar á utilegukortid.is