Tjaldsvæði VR opnar í dag!

Fréttir - 04.06.2019
Tjaldsvæði VR opnar í dag!

English below

Tjaldsvæði VR í Miðhúsaskógi opnar í dag, þriðjudaginn 4. júní 2019.

Á tjaldsvæðinu er mjög góð aðstaða fyrir tjöld, húsbíla og fellihýsi. Þar er einnig þjónustuhús með grillaðstöðu og vöskum, salernisaðstöðu, sturtum og þvottavél til afnota fyrir tjaldgesti. Á svæðinu er umsjónaraðili sem annast eftirlit.

Svæðið er allt hið glæsilegasta og mjög fjölskylduvænt. Leikaðstaða er inni á sjálfu svæðinu en auk þess er sérstakt leiksvæði í tengslum við orlofshúsabyggð VR í Miðhúsum.

Tjaldsvæðið er aðeins ætlað VR félögum og fjölskyldum þeirra en félagsmenn geta boðið gesti/gestum til að dvelja með sér á tjaldsvæðinu, þó aldrei meira en sem samsvarar einu tjaldstæði. Heimilt er að hafa gæludýr á tjaldsvæðinu. Hámarksdvöl á tjaldsvæðinu er tvær vikur.

VR félagar geta tekið á leigu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi af viðurkenndum leiguaðilum og fengið niðurgreiðslu frá VR gegn framvísun kvittunar. Niðurgreiðslan er 3.000 kr. pr. nótt en þó að hámarki 18.000 kr. fyrir hvert orlofstímabil. Greitt er eftir að dvöl lýkur gegn fullri greiðslu fyrir vagninn, leigutímabil þarf að koma fram á kvittun.

Nánar um tjaldsvæðið

 

VR‘s camp site opens today!

VR‘s camp site in Miðhúsaskógur will open today, Tuesday 4. June 2019.

The camp site has very good facilities for tents, mobile homes and campers. There is also a service house with barbecue facilities and sinks, toilets, showers and a washing machine for use by the guests. There is an on site supervisor.

The area is very beautiful and family-friendly. There is a playground inside the area and additionally a larger general playground for the whole holiday home area at Miðhús.

The camp site is only intended for VR members and their families, but members can invite a guest / guests to stay with them at the camp site, though never more than one extra tent. Pets are allowed on the camp site. The maximum stay at the camp site is two weeks.

VR members can rent trailer tents, campers or caravans from authorized renters and receive a subsidy from VR if a receipt is provided. The subsidy is ISK 3,000. pr. night at a maximum of 18,000 kr. for each holiday period. Payment is made after the stay against proof of full payment and the rental period must be stated on the receipt.

More about the camp site  – (In Icelandic only)

 

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR