Umsóknarfrestur í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Fréttir - 16.01.2020
Umsóknarfrestur í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Umsóknarfrestur til að sækja um í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er til 20. janúar 2020.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum. Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og starfsmenntasjóðanna SVS og SV.

Sjá nánari upplýsingar um námið hér.