Útilegukortið er komið í sölu

Fréttir - 08.05.2020
Útilegukortið er komið í sölu

Fullgildum félagsmönnum VR stendur til boða að kaupa útilegukortið fyrir sumarið 2020. Kortið veitir tveimur fullorðnum og allt að fjórum börnum upp að 16 ára aldri gistingu á 41 tjaldsvæði víðsvegar um landið. Kortið kostar 12.900 krónur og getur hver fullgildur félagsmaður keypt eitt kort.

Í ljósi aðstæðna er aðeins hægt að kaupa útilegukortið á Mínum síðum og fá kortið sent í pósti, ekki er hægt að sækja það á skrifstofu félagsins.

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR