Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
NewtonsCradle_Trun_wide.jpg

Almennar fréttir - 03.09.2019

Varst þú að missa vinnuna?

VR býður félagsmönnum sínum sem hefur verið sagt upp af hálfu atvinnurekanda á fund þar sem farið verður yfir praktísk atriði vegna starfsloka af þessu tagi.

Sérfræðingar kjaramálasviðs fara yfir réttarstöðu einstaklings í þessum aðstæðum, umsóknarferlið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóð og praktísk atriði varðandi atvinnuleit. Eftir þá kynningu mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig megi vinna með og breyta viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 10. september nk. kl. 16:00-17:30. Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.  Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

VR bendir einnig á að annar slíkur fundur verður haldinn þann 12. nóvember nk., sjá hér.