Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_adalfundur_2018-1.jpg

Almennar fréttir - 04.01.2019

Varst þú að missa vinnuna?

VR býður félagsmönnum sínum, sem hafa nýlega lent í uppsögn af hálfu atvinnurekanda, á fund.

Sérfræðingar á kjaramálasviði VR fara yfir réttarstöðu starfsmanns gagnvart starfslokum, umsóknarferli atvinnuleysissjóðs og praktísk atriði fyrir atvinnuleitina.

Þá mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur fjalla um hvernig megi vinna með og breyta viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir. Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna.

Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem landsliðsþjálfari auk þess að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum.

Dagsetningar funda eru sem hér segir:

Fundir hefjast kl. 16:00 umrædda daga og eru um klukkustund. Fundirnir eru haldnir í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Það er von okkar að félagsmenn okkar muni sjá sér fært að nýta sér þessa fræðslu.