Vilt þú sitja 44. þing ASÍ fyrir VR?

Fréttir - 24.08.2020
Vilt þú sitja 44. þing ASÍ fyrir VR?

VR óskar eftir frambjóðendum meðal félagsmanna á framboðslista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins.

Ákveðið hefur verið að viðhafa listakosningu með allsherjaratkvæðagreiðslu um þingfulltrúa VR á þing Alþýðusambands Íslands dagana 21.- 23. október næstkomandi.

Ef þú vilt gefa kost á þér á listann sem þingfulltrúi VR á þinginu vinsamlega sendu tölvupóst á anna@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 31. ágúst næstkomandi með upplýsingum um nafn, kennitölu og starfssvið.

Þar sem fjöldi er takmarkaður er ekki hægt að lofa að allir sem bjóða sig fram muni hljóta sæti á listanum. Einnig verður stillt upp lista varamanna sem oftar en ekki þarf að grípa til þar sem algengt er að fólk heltist úr lestinni þegar nær dregur.