Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 18.03.2019

Vilt þú vera verkfallsvörður?

VR óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna verkfallsvörslu í komandi verkföllum. Fyrsta verkfallið hefst 22. mars næstkomandi.

Einungis starfsfólk vinnustaða sem verkfallið nær til koma til greina í verkfallsvörslu, þ.e. starfsfólk hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Sjá nánar hér.

Smelltu hér til að skrá þig.

Að öllu óbreyttu verða verkfallsaðgerðir á eftirfarandi dögum:
1. Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur)
2. Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar)
3. Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar)
4. Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar)
5. Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar)
6. Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar)
7. Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.

Athugið: Aðeins þeir sem starfa á þeim vinnustöðum sem verkfallið nær til geta sinnt verkfallsvörslu.

Allar nánari upplýsingar veitir Verkfallsnefnd VR, verkfallsnefnd@vr.is eða í síma 510 1700.