Almennar fréttir - 29.11.2019

VR blaðið er komið út

Fjórða tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsmanna með Fréttablaðinu.

Í þessu síðasta tölublaði ársins höldum við áfram að fjalla um styttingu vinnuvikunnar en þann 1. desember næstkomandi skulu atvinnurekendur og félagsmenn VR hafa komist að samkomulagi um útfærslu styttingarinnar. Fjórir trúnaðarmenn VR voru spurðir út í styttinguna á þeirra vinnustöðum og einn félagsmaður VR hjá Hugsmiðjunni en Hugsmiðjan stytti vinnuvikuna umtalsvert hjá sér fyrir tveimur árum síðan.

Í blaðinu er að finna umfjöllun um atvinnulýðræði en ályktun um starfsfólk í stjórnir fyrirtækja var samþykkt einróma á síðasta þingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Í blaðinu er einnig að finna grein um Stafræna hæfnihjólið en það er sjálfsmatspróf á netinu sem gefur félagsmönnum kost á að kortleggja eigin hæfni með það í huga að veita þeim mögulega sýn inn í þá þætti sem flokkast almennt undir stafræna hæfni. Þá er umfjöllun í blaðinu um réttindi félagsmanna VR í desember en eins og alltaf á þessum árstíma en mikilvægt að huga að daglegum hvíldartíma, frítökurétti og öðru slíku.

Fastir liðir eins og venjulega í blaðinu eru á sínum stað eins og námskeið fyrir trúnaðarmenn, hádegisfyrirlestrar og námskeið fyrir félagsmenn.

Smelltu hér til að lesa blaðið.

Viltu fá blaðið rafrænt um leið og það kemur út? Smelltu hér til að skrá þig fyrir rafrænu blaði.