Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Verzlo Skolakynning 1

Almennar fréttir - 15.11.2019

VR heimsækir skólana

VR býður upp á kynningar fyrir útskriftarhópa í grunn- og framhaldsskólum. Mikil ánægja hefur verið með kynningarnar en markmiðið er að kynna fyrir nemendum helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Nú í haust var ný skólakynning frumsýnd en Jón Gnarr var fenginn til þess að endurgera myndbönd sem hann gerði fyrir VR fyrir um tólf árum og hafa lifað góðu lífi og verið vinsæl í kynningunum.

Það sem af er hausti hefur VR farið í 22 grunnskóla, 8 framhaldsskóla og haldið kynningar fyrir 1407 nemendur á stórhöfuðborgarsvæðinu. Kynningarnar eru í boði fyrir nemendur á félagssvæðum VR í Reykjavík, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, á Selfossi, Egilsstöðum og Akranesi.

Í kynningunni er farið yfir helstu grunnþætti sem mikilvægt er að ungt fólk þekki þegar það fer út á vinnumarkaðinn eins og kjarasamninga, launataxta og veikindarétt svo fátt eitt sé nefnt. Þá er mikilvægt að unga fólkið sé meðvitað um hvaða hlutverki stéttarfélögin gegna og þjónustuna sem þau veita.
Forsvarsmenn skóla geta bókað kynningu með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700 eða sent tölvupóst á sandra@vr.is