Yfirlýsing frá stjórn VR vegna málefna Icelandair

Fréttir - 17.07.2020
Yfirlýsing frá stjórn VR vegna málefna Icelandair

Stjórn VR, sem jafnframt á sæti í fulltrúaráði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. 
 
Fjölda félagsmanna VR, sem margir hverjir hafa starfað áratugum saman hjá félaginu, hefur verið sagt upp störfum á meðan félagið stundar félagsleg undirboð með úthýsingu starfa í löndum þar sem réttindi eru fótum troðin. 
 
Stjórn VR getur ekki sætt sig við það að eftirlaunasjóðir launafólks séu notaðir til fjárfestinga í fyrirtækjum sem hvetja til félagslegra undirboða. Það stríðir gegn öllum þeim gildum sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig sett sér alþjóðleg siðferðisleg viðmið í fjárfestingastefnum sínum og ber þeim að fylgja því eftir.

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR