Almennur vs. opinber

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um marga ólíka þætti sem allir skipta máli fyrir líðan starfsfólks. Í ár voru spurningarnar hátt í 60 talsins. Hér að neðan er fjallað um niðurstöðurnar í nokkrum þeirra en viðhorf svarenda til lykilþáttanna í heild má sjá hér að neðst á síðunni.

Lykilþættirnir eru trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis og ánægja og stolt.

Mikill munur á viðhorfi á almennum og opinberum markaði

Í ár ákváðu 102 fyrirtæki að taka þátt í könnuninni og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu lagt samskonar könnun fyrir sína félagsmenn frá árinu 2005 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar frá árinu 2011. í ár tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið jafnframt þátt með alla starfsmenn opinberra stofnana og nær könnunin því til um 50 þúsund starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Viðhorf til lykilþáttanna átta er mjög misjafnt eftir því hvort um er að ræða hinn almenna eða opinbera vinnumarkað. Eins og sjá má á samanburðinum hér að neðan er mun meiri ánægja með stöðuna meðal félagsmanna VR og annarra starfsmanna fyrirtækja á almenna markaðnum. Þetta á við um alla þættina, en sérstaklega launakjörin, þar er óánægjan mikil meðal starfsmanna hins opinbera og ekki síður félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem starfa hjá stofnunum Akraness og Seltjarnarness auk höfuðborgarinnar.

Athugið að þessar einkunnir miða við svör þeirra fyrirtækja og stofnana sem komust inn á lista, ekki allra svarenda. Þessar tölur eru því eilítið aðrar en þær sem birtar eru í umfjöllun um þróun lykilþátt.

   VR, öll fyrirtæki á lista  SFR / Fjármálaráðuneyti
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar

 

2015

2015

2015

Heildareinkunn, meðaltal

4,19

3,89

3,91

Trúverðugleiki stjórnenda

4,17

3,88

3,99

Starfsandi

4,38

4,20

4,17

Launakjör

3,33

2,72

2,45

Vinnuskilyrði

4,12

3,85

3,69

Sveigjanleiki vinnu

4,43

4,25

4,18

Sjálfstæði í starfi

4,38

4,25

4,25

Ímynd fyrirtækis /stofnunar

4,34

3,75

3,91

Ánægja og stolt

4,34

4,13

4,07