Eru launin sanngjörn?

Sléttur helmingur svarenda í könnun VR telur að launakjör þeirra séu svipuð og á öðrum sambærilegum vinnustöðum. Það er minna en verið hefur undanfarin ár, árið 2011 var þetta hlutfall 61% og 64% árið 2009. Um 30% telja að launakjör þeirra sé verri en í sambærilegum fyrirtækjum en fimmtungur að þau séu betri.

Sanngirni launa

Í ár var spurt nánar um viðhorf þátttakenda í könnuninni til launakjara en undanfarin ár. Meðal annars var spurt hvort fólk teldi launin sanngjörn miðað við mismunandi forsendur. Í stuttu máli má segja að mesta óánægjan varði það hvernig launin eru ákvörðuð og metin miðað við reynslu og hæfni.

Í öllum spurningum sem sneru að sanngirni launa var meiri óánægja hjá starfsmönnum stærri fyrirtækja en þeirra smærri og skiptir ekki máli hvort um er að ræða sanngirni miðað við menntun, ábyrgð, vinnutíma, reynslu eða annað sem spurt var um. Þá telja karlar að sanngirni launa sé meira en kvenna.

Meiri menntun – meiri óánægja

Eftir því sem menntunarstig svarenda er hærra, því líklegri eru þeir til að segja launin ósanngjörn miðað við menntun. Af þeim sem hafa lokið grunnskólaprófi eða hafa skemmri menntun að baki segja 61% að laun þeirra séu sanngjörn miðað við þeirra menntun. Aðeins 55% þeirra sem hafa lokið framhaldsskóla eru þessarar skoðunar og 49% þeirra sem hafa að baki framhaldsnám á háskólastigi. Þetta bendir til þess að félagsmenn telja ekki að menntun þeirra skili sér í launum.

 

Hve sanngjörn eru laun þín miðað við... Fyrirtæki ársins 2015