Allir geta verið með !

Rúmlega eitt hundrað fyrirtæki sem birtast á listum VR yfir Fyrirtæki ársins 2016 tryggðu öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni – óháð stéttarfélagsaðild þeirra – og hafa þau aldrei verið fleiri. Þessi fyrirtæki eru merkt með stjörnu (*) á listunum.

Hjá mörgum öðrum fyrirtækjum en þeim sem eru merkt eru einungis félagsmenn VR í starfi. En eingöngu fyrirtæki sem staðfest er að tryggðu öllum starfsmönnum þátttöku eru stjörnumerkt á þeim listum sem hér birtast. Öll fyrirtæki geta boðið starfsmönnum sínum þátttöku og er það stefna félagsins að fjölga þeim fyrirtækjum sem það gera á næstu árum. Aukin áhersla verður lögð á umfjöllun um niðurstöður fyrirtækja þar sem allir hafa þátttökurétt og gerðar verða breytingar á næsta ári til að endurspegla þá áherslu. Við viljum ítreka að öll fyrirtæki geta boðið öllum starfsmönnum sínum þátttöku og skiptir þá ekki máli í hvaða starfsemi fyrirtækið er, hve stórt það er né hver stéttarfélagsaðild starfsmanna þess er.

300 fyrirtæki hafa boðið öllum

Á síðustu fjórtán árum, eða frá því VR fyrst bauð fyrirtækjum þann möguleika að bjóða öllum starfsmönnum þátttöku óháð stéttarfélagsaðild, hafa yfir 300 fyrirtæki gert það, mörg hver gera það ár eftir ár. Má til dæmis nefna stór fyrirtæki eins og tryggingafélögin VÍS, Sjóvá og Vörð, Ikea, Rönning sem sigrað hefur í hópi stóru fyrirtækjanna fimm ára í röð, Deloitte, Applicon, Icepharma, Parlogis, KPMG og mörg, mörg fleiri. Í ár eru 109 fyrirtæki sem bjóða sínum starfsmönnum þátttöku.

Niðurstöður endurspegli viðhorf allra

Þátttaka allra starfsmanna eykur notagildi könnunarinnar því ef allir taka þátt endurspegla niðurstöðurnar viðhorf allra starfsmanna en ekki eingöngu ákveðins hóps, eins og vill verða þegar eingöngu VR félagar taka þátt. Könnunin tekur á öllum helstu málum sem varða starfsumhverfi fyrirtækja og viðhorf starfsmanna. Mörg fyrirtæki nota niðurstöðurnar til að bæta það sem þarf að lagfæra í aðbúnaði starfsmanna og því er mikilvægt að heyra frá sem flestum.

Vertu með að ári !

Viltu að allir starfsmenn taki þátt á næsta ári? Hafðu samband við okkur á vr@vr.is

Þessi fyrirtæki buðu öllum sínum starfsmönnum þátttöku

1912 
66° Norður, Sjóklæðagerðin 
Airport associates 
Allianz á Íslandi 
Alp/Avis/Budget 
Altis 
Alþýðusamband Íslands 
Annata 
Applicon 
Artasan 
Atlantsolía 
Áltak 
Árnason Faktor 
Ásbjörn Ólafsson 
Betra bak 
Birtingahúsið 
Bílabúð Benna 
Bílanaust 
Bílaumboðið Askja 
Bláa lónið 
Bókhald og uppgjör 
Brammer 
Búseti 
Controlant 
Deloitte 
Distica 
Dynjandi 
Egilsson 
Ernst & Young 
Fjárvakur 
Frakt 
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 
Garri 
Ger innflutningur 
GG optic 
Handpoint 
Harpa 
Heilsugæslan Salahverfi/Salus 
Hekla 
Hreyfing 
Hringdu 
Hugsmiðjan 
Húsgagnahöllin 
Hvíta húsið 
Hönnunarmiðstöð Íslands 
Icelandair Cargo 
Icepharma 
Iðnmennt/Iðnú 
IKEA
Ísaga 
Ísleifur Jónsson 
Johan Rönning 
Jónar Transport 
Katla matvælaiðja 
Kilroy Iceland 
KPMG 
Krýsuvík meðferðarheimili 
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 
Logos 
LS Retail 
LSS 
Medor 
Microsoft Ísland 
Miðlun 
Mímir-símenntun 
Motus 
Nordic Visitor Iceland 
Nova 
Novomatic 
Nói Síríus 
Nýherji 
Oddi 
Opin kerfi 
Parlogis 
Penninn - Eymundsson 
Pipar/TBWA 
PwC 
Rafnar 
Rekstrarfélag Kringlunnar 
Reykjafell 
S. Guðjónsson 
S4S 
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 
Sendiráð Bandaríkjanna 
Sjónlag 
Sjóvá 
Skapalón 
Skeljungur 
Sláturfélag Suðurlands 
Slysavarnarfélagið Landsbjörg 
Tempo 
Tengi 
Trackwell 
Tryggingamiðstöðin 
Útfararstofa kirkjugarðanna 
Útgáfufélagið Heimur 
Vaki fiskeldiskerfi 
Valka 
Veritas Capital 
Verslunartækni 
Vélfang 
VIRK 
Vistor 
VÍS 
VSB verkfræðistofa 
Vörður tryggingar 
Wise 
Würth á Íslandi 
Þekking

Allar niðurstöður