Eldri launakannanir

Skráning á rafrænt VR blað
17.09.2015

Launakönnun VR 2015

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 2,9% á milli janúarmánaðar 2014 og sama mánaðar 2015, skv. launakönnun VR. Grunnlaunin hækkuðu um 2,1%.

Þetta sýna niðurstöður launakönnunar VR fyrir árið 2015. Þessi hækkun er í samræmi við þróun launavísitölu VR á sama tímabili en hún hækkaði um 2,3%. Á samanburðartímanum voru engar launahækkanir skv. kjarasamningum. Þar sem launin í könnuninni miða við janúar 2015 er hækkun skv. samningum frá því í maí 2015 ekki inni í launatölunum.

Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði meira á tímabilinu en í henni gætir áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkanna annarra hópa á vinnumarkaði. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu. 

Sækja í pdf
01.09.2014

Launakönnun VR 2014

Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um 7% á milli áranna 2013 og 2014 samkvæmt launakönnun VR. Þetta er umfram almenna launaþróun á vinnumarkaði samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar og umfram kjarasamningsbundnar hækkanir.

Launakönnun VR 2014 var gerð í febrúar og mars og miðar við laun fyrir janúar. Könnunin er gerð árlega en það er Capacent Gallup sem sér um gerð hennar og úrvinnslu niðurstaðna. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf
01.09.2013

Launakönnun VR 2013

Niðurstöður í launakönnun VR 2013 endurspegla þróun undanfarinna mánaða á vinnumarkaði, laun félagsmanna hækka umfram kjarasamningsbundnar hækkanir og ívið meira en laun almennt á vinnumarkaði. Kaupmáttur heildarlauna jókst um tæplega 3% frá janúar 2012 til janúar 2013, en nýleg könnun meðal félagsmanna um áherslur í kjarasamningaviðræðum sýnir að fólk vill umfram allt leggja áherslu á að efla kaupmátt og tryggja stöðugleika. Launamunur kynjanna breyttist ekki á milli ára, en til lengri tíma litið hefur barátta VR fyrir jafnrétti skilað umtalsverðum árangri. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf
01.09.2012

Launakönnun VR 2012

Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um 7,4% frá janúar 2011 til janúar 2012, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar félagsins. Grunnlaun hækkuðu um 6,9%. Kjarasamningsbundnar launahækkanir á tímabilinu voru 4,25% og hækkuðu heildarlaun félagsmanna VR því um tæplega þrjú prósentustig umfram kjarasamninga.

Launamunur kynjanna breytist ekki marktækt á milli ára, en þegar til lengri tíma er litið hefur hann dregist mikið saman. Hann mælist nú 9,4%, í fyrsta skipti undir tíu prósentum. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf
01.09.2011

Launakönnun VR 2011

Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um 4,5% frá janúar 2010 til janúar 2011 samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR fyrir árið 2011 og grunnlaun um 4,2% Launamunur kynjanna er óbreyttur á milli ára, konur eru með 15,3% lægri heildarlaun en karlar. Vinnuvika félagsmanna VR er jafnlöng og í fyrra en fjarvinna eykst.

Launakönnun VR er gerð árlega og er nýtt þema ár hvert. Í ár var lögð áhersla á að skoða hvernig félagsmenn meta eigið líkamlegt form og hvort og þá hvaða líkamlega hreyfingu þeir stunda. Það er áhugavert að tæplega 90% félagsmanna stunda reglubundna hreyfingu og helmingur telur sig í góðri líkamlegri þjálfun, miðað við aldur. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf
01.09.2010

Launakönnun VR 2010

Í launakönnuninni í ár var áhersla lögð á jafnrétti kynjanna, bæði innan og utan veggja vinnustaðarins. Kynbundinn launamunur er óbreyttur milli ára en á síðustu árum hefur verulega dregið úr honum. Niðurstöður könnunarinnar benda hins vegar til þess að verkaskipting kynjanna á heimilinu sé íhaldssöm.

Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf
01.09.2009

Launakönnun VR 2009

Heildarlaun félagsmanna VR hækka um 1% milli ára og grunnlaun um 4% - afgreiðslufólk á kassa hækkar mest

Heildarlaun félagsmanna VR eru að meðaltali 403 þúsund á mánuði og grunnlaun 375 þúsund að meðaltali. Heildarlaunin hækka um 1% á milli ára en grunnlaunin um 4%. Miðað er við janúarmánuð bæði ár. Ef litið er á einstakar starfsstéttir hækkaði afgreiðslufólk á kassa mest á milli ára um 11% í heildarlaunum og 16% í grunnlaunum. Launabilið milli þeirra hæstlaunuðu og þeirra lægst launuðu minnkar. Þá dregst launamunur kynjanna saman og er kynbundinn munur nú 10,1%.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr launakönnun VR 2009. Í könnuninni voru nokkrar spurningar lagðar fyrir félagsmenn um tekjuskerðingu og starfsöryggi í ljósi efnahagsástandsins. Niðurstöðurnar sýna að laun ólíkra tekjuhópa skerðast með misjöfnum hætti. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf
01.09.2008

Launakönnun VR 2008

Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu að meðaltali um 9,9% á milli ára og grunnlaun um 9,7% samkvæmt niðurstöðum launakönnunar 2008. Á sama tímabili hækkuðu laun almennt á vinnumarkaði um 6,8% samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar og ljóst að félagsmenn VR nutu launaskriðs umfram almenna launaþróun milli áranna 2007 og 2008. Launamunur kynjanna stendur nokkurn veginn í stað, en til lengri tíma litið hefur hins vegar dregið verulega saman með kynjunum. Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

Sækja í pdf