Allir geta verið með !

Af þeim 240 fyrirtækjum sem birtast á listum VR yfir Fyrirtæki ársins 2017 tryggðu 160 öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni – óháð stéttarfélagsaðild þeirra – og hafa þau aldrei verið fleiri. Þessi fyrirtæki eru merkt með stjörnu (*) á listunum. Eingöngu fyrirtæki sem tryggðu öllum starfsmönnum þátttökurétt komu til greina við valið á Fyrirtæki ársins 2017 eða Fyrirmyndarfyrirtæki 2017. Auk þessara 160 buðu sex fyrirtæki til viðbótar öllum starfsmönnum þátttöku en náðu ekki lágmarkssvörun til að niðurstöður þeirra væru birtar. 

Við viljum lika benda á að hjá mörgum öðrum fyrirtækjum en þeim sem eru merkt með stjörnu eru einungis félagsmenn VR í starfi. En eingöngu fyrirtæki sem staðfest er að tryggðu öllum starfsmönnum þátttöku eru stjörnumerkt á þeim listum sem hér birtast. Öll fyrirtæki geta boðið starfsmönnum sínum þátttöku og er það stefna félagsins að fjölga þeim fyrirtækjum sem það gera á næstu árum. Aukin áhersla verður lögð á umfjöllun um niðurstöður fyrirtækja þar sem allir hafa þátttökurétt og gerðar voru breytingar í ár til að endurspegla þá áherslu. Þannig koma eingöngu þau fyrirtæki sem gefa öllum tækifæri til að taka þátt til greina við valið á Fyrirtæki ársins og Fyrirmyndarfyrirtæki 2017. Við viljum ítreka að öll fyrirtæki geta boðið öllum starfsmönnum sínum þátttöku og skiptir þá ekki máli í hvaða starfsemi fyrirtækið er, hve stórt það er né hver stéttarfélagsaðild starfsmanna þess er. 

Á síðustu fimmtán árum, eða frá því VR fyrst bauð fyrirtækjum þann möguleika að bjóða öllum starfsmönnum þátttöku óháð stéttarfélagsaðild, hafa vel yfir 300 fyrirtæki gert það, mörg hver gera það ár eftir ár.

Niðurstöður endurspegli viðhorf allra

Þátttaka allra starfsmanna eykur notagildi könnunarinnar því ef allir taka þátt endurspegla niðurstöðurnar viðhorf allra starfsmanna en ekki eingöngu ákveðins hóps, eins og vill verða þegar eingöngu VR félagar taka þátt. Könnunin tekur á öllum helstu málum sem varða innra starfsumhverfi fyrirtækja og viðhorf starfsmanna þeirra. Mörg fyrirtæki nota niðurstöðurnar til að bæta það sem þarf að lagfæra í aðbúnaði starfsmanna og því er mikilvægt að heyra frá sem flestum.

Vertu með að ári !

Viltu að allir starfsmenn taki þátt á næsta ári? Hafðu samband við okkur á vr@vr.is

Þessi fyrirtæki á listum 2017 buðu öllum sínum starfsmönnum þátttöku

1819 - Nýr valkostur 
1912
66 Norður/sjóklæðagerðin
Allianz
Alp
Alskil
Annata
Applicon
Arctica heildverslun
Arkís
Artasan
ASÍ
Askja
Atlantsolía
Attentus
Áltak
Ásbjörn Ólafsson
Beiersdorf
Betra bak
Birtingahúsið
Bitter ehf
BL 
Bláa lónið
Blindrafélagið
Bókhald og uppgjör (ER ehf – Endurskoðun og reikningsskil)
Bókhald og þjónusta
CCP
Controlant
CP Reykjavík
Danól
Deloitte
Distica
Dive, sportköfunarskóli Íslands
dkHugbúnaður 
Dohop
Dorma
Egill Árnason
Egilsson
Eignaumsjón
Eirberg
Eirvík
Epal
Ernst & Young
Expectus
Ferðakompaníið
Ferðaþjónusta bænda
Félagsstofnun stúdenta
Fjárstoð
Flügger
Frakt flutningsmiðlun ehf
Franch Michelsen ehf
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Fulltingi
Garri
Ger
Globus
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 
Guðmundur Jónasson
Hagvangur
Happdrætti Háskóla Íslands
Harðviðarval
Harpa
Hekla
Hertz
Hópferðamiðstöðin TREX 
Hringdu
Hugsmiðjan
Húsgagnahöllin
Hvíta húsið
Hönnunarmiðstöð
Iceland Pro Travel Group
Iceland Travel
IcelandairCargo
Icepharma
Iðan fræðslusetur
Iðnmennt Iðnú
Ikea
Innnes
Ísaga
Ísleifur Jónsson
Íslenska gámafélagið
Íslenskir aðalverktakar
Já.is
Johan Rönning
Jónar Transport
Jónsson &Lemack´s
Karl. K. Karlsson
Kilroy
Kortaþjónustan
KPMG
Krýsuvík
Libra
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
LSRetail
Margt smátt
Medor
Mekka Wines & Spirits
Microsoft Íslandi
Miðlun
Miðnesheiði
Mímir
Motus
Nordic Visitor
Norðurflug
Northern Light á Íslandi
Nova
Novomatic
Nýherji
Olís
Opin kerfi
Parlogis
Penninn
Pipar-tbwa
Poulsen
PWC
Rafport
Rammagerðin
Rauði Krossinn
Reiknistofa bankanna
Reykjafell
Rými Ofnasmiðjan
S. Guðjónsson
S4S
Samhjálp
Securitas
Sensa
Sigurborg ehf
Sjónlag
Sjóvá
Skeljungur
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
SS
Tandur
Tempo
Tengi
Terra Nova Sól
Thor Shipping
Tjarnargatan
TMSoftware
Tryggingamiðstöðin
TVG Zimsen
Útfarastofa kirkjugarðanna
Vaðvík
Vaki fiskeldiskerfi
Valka
Veritas
Verslunartækni
Vélamiðstöðin
Vélfang
Vinnuföt
Virk
Vistor
VÍS
Vodafone
VSB verkfræðistofa
Vörður tryggingar
Wise
Würth á Íslandi 
Þekking Tristan
Öryggismiðstöðin