TM Software

TM Software fékk 4,44 í heildareinkunn í ár sem er umtalsverð hækkun frá 2016 en þá var heildareinkunnin 4,14. Hæsta einkunn TM Software í ár er fyrir sveigjanleika í vinnu eða 4,72. Starfsandinn fær næsthæstu einkunn, 4,62. Einkunn fyrir launakjör er lægst eins og hjá öðrum fyrirtækjum í þessum stærðarflokki eða 3,8.

Allar einkunnir TM Software hækka á milli ára, sumar umtalsvert. einkunn fyrir þáttinn stjórnun hækkar mest á milli ára eða úr 3,99 í 4,52.

Sveigjanleiki vinnu

4,72

dd
dd
dd
dd
dd

Meðaleinkunn í flokki: 4,42

Starfsandi

4,62

dd
dd
dd
dd
dd

Meðaleinkunn í flokki: 4,35

Jafnrétti

4,55

dd
dd
dd
dd
dd

Meðaleinkunn í flokki: 4,23

Ánægja og stolt

4,53

dd
dd
dd
dd
dd

Meðaleinkunn í flokki: 4,27

Stjórnun

4,52

dd
dd
dd
dd
dd

Meðaleinkunn í flokki: 4,16

Ímynd fyrirtækis4,44
Sjálfstæði í starfi4,42
Vinnuskilyrði4,29
Launakjör3,80

Hvaða þýðingu hefur það fyrir fyrirtækið að vera valið Fyrirtæki ársins 2017?

Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri TM Software

Það er mikill heiður að vera valið Fyrirtæki ársins 2017 og ánægjuleg staðfesting á þeim árangri sem starfsmenn fyrirtækisins hafa náð í að gera góðan vinnustað enn betri. Það skiptir okkur miklu máli að starfsfólk sé ánægt í starfi og því líði vel, það er grunnurinn að góðu gengi fyrirtækisins. Þessar niðurstöður eru mjög jákvæð skilaboð út á við, til viðskiptavina okkar, samstarfsaðila og framtíðarstarfsmanna.

Hvernig verður fyrirtæki að „Fyrirtæki ársins“?

Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri TM Software

Við höfum markvisst unnið að því að gera TM Software að betri og enn áhugaverðari vinnustað. Það eru margir hlutir sem hafa áhrif og verkefnin og áherslurnar af ýmsum toga. Það er líka mikilvægt að fylgjast vel með starfsánægju og við gerum það meðal annars með mánaðarlegum mælingum og nákvæmari greiningum sem eru gerðar sjaldnar.

Hvað ætlið þið að gera til að viðhalda þessum árangri?

Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri TM Software

Við lítum á þessa viðurkenningu sem hvatningu til að slá ekki slöku við og munum því vinna áfram að því að gera TM Software að enn betri vinnustað.

Fyrirtæki ársins - Viðtal

Niðurstöður í könnun VR á fyrirtæki ársins 2017 voru kynntar í móttöku í Silfurbergi í Hörpu þann 18. maí sl. Fyrirtækin sem voru í fimm efstu sætunum í hverjum stærðarflokki hlutu titilinn Fyrirtæki ársins. Í myndbandinu hér til hliðar má sjá viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við vinningshafana í flokki stórra fyrirtækja.