Fyrirtæki ársins 2018

Könnun VR á Fyrirtæki ársins 2018 hefst í febrúar.

Könnunin snýst ekki aðeins um að velja fyrirtæki ársins, því niðurstöðurnar gefa stjórnendum mikilvægar upplýsingar um viðhorf starfsmanna. Niðurstöður úr könnuninni eru mikilvægur mælikvarði á frammistöðu stjórnenda og segja til um stöðu fyrirtækisins í samanburði við önnur fyrirtæki.

 

Fimm fyrirtæki valin í hverjum flokki

Í maí 2018 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem Fyrirtæki ársins. Valið á fyrirtæki ársins fer fram í þremur flokkum og eru fimm fyrirtæki valin í hverjum stærðarflokki. Alls fá því fimmtán fyrirtæki titilinn Fyrirtæki ársins 2018.

Viðurkenningar eru veittar í þessum flokkum:

Minni fyrirtæki
Færri en 20 starfsmenn

Meðalstór fyrirtæki
20 til 49 starfsmenn

Stærri fyrirtæki
50 starfsmenn eða fleiri