Allir geta verið með !

Í tveimur af hverjum þremur fyrirtækjum á lista yfir Fyrirtæki ársins 2018 fá allir starfsmenn tækifæri til að taka þátt í könnuninni, burtséð frá því í hvaða stéttarfélagi þeir eru. Þessi fyrirtæki eru sérmerkt í listum á vefnum. Að auki buðu átta fyrirtæki til viðbótar öllum sínum starfsmönnum þátttöku, en náðu ekki þeirri lágmarkssvörun sem þarf til að niðurstöðurnar séu birtar.

Allar raddir heyrist

Í rúm fimmtán ár hefur VR boðið fyrirtækjum að allur starfsmenn geti tekið þátt í könnuninni, óháð stéttarfélagsaðild. Þátttaka allra starfsmanna eykur notagildi könnunarinnar því ef allir taka þátt endurspegla niðurstöðurnar viðhorf allra starfsmanna en ekki eingöngu ákveðins hóps, eins og vill verða þegar eingöngu VR félagar taka þátt. Könnunin tekur á öllum helstu málum sem varða innra starfsumhverfi fyrirtækja og viðhorf starfsmanna þeirra. Mörg fyrirtæki nota niðurstöðurnar til að bæta það sem þarf að lagfæra í aðbúnaði starfsmanna og því er mikilvægt að heyra frá sem flestum.

Æ fleiri fyrirtæki tryggja öllum starfsmönnum sínum þátttökurétt. Við viljum líka benda á að í mörgum fyrirtækjum á listunum er mikill meirihluti, ef ekki allir starfsmenn, í VR, þó að þau fyrirtæki séu ekki merkt sérstaklega.

Vertu með !

Einungis fyrirtæki sem tryggja öllum sínum starfsmönnum rétt til þátttöku, með því að senda félaginu beiðni þar að lútandi, koma til greina sem fyrirtæki ársins eða fyrirmyndarfyrirtæki. Stjórnendur eitt þúsund fyrirtækja á íslenskum vinnumarkaði fengu í upphafi árs sendan kynningarbækling frá VR þar sem þessi möguleiki var kynntur. Við vonum að sem flestir sjái sér hag í því að bjóða öllum starfsmönnum þátttöku og fyrirtækin verði enn fleiri á næsta ári. Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við okkur á vr@vr.is.

Eftirtalin fyrirtæki á listum ársins yfir Fyrirtæki ársins 2018 buðu öllum starfsmönnum þátttöku.

1819 - Nýr valkostur 
1912
66° Norður 
A4/Egilsson 
Activity Stream 
Allianz á Íslandi 
Alþýðusamband Íslands 
Annata 
Artasan 
Attentus - mannauður og ráðgjöf 
Áltak 
Árnason Faktor 
Ásbjörn Ólafsson 
Beiersdorf 
Birta lífeyrissjóður 
Birtingahúsið 
Bílaleiga Flugleiða (Hertz) 
Bílaumboðið Askja 
BL 
Bókhald og uppgjör 
CCP 
Centerhotels 
Controlant 
CP Reykjavík 
Cyren 
Deloitte 
Distica 
DK Hugbúnaður ehf. 
Egill Árnason 
Eirvík 
Epal 
Ernst & Young 
Expectus 
Fastus 
Félagsstofnun stúdenta 
Fjárstoð 
Frakt 
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 
Fulltingi 
Garri 
Gildi lífeyrissjóður 
Globus 
Go North 
Halldór Jónsson 
Happdrætti Háskóla Íslands 
Harðviðarval 
Harpa 
Háskólinn Bifröst 
Heilsa 
Hekla 
Hringdu 
Hugsmiðjan 
Hvíta húsið 
Höldur 
Iceland Pro Travel 
Icelandair Cargo 
Icepharma 
IÐAN-Fræðslusetur 
Iðnmennt / Iðnú 
IKEA 
Ísaga 
Ísleifur Jónsson 
Íslensk getspá 
Johan Rönning 
Jónsson & Lemacks 

Katla matvælaiðja 
Kilroy Iceland 
Kortaþjónustan 
KPMG 
Kraftvélar 
Libra 
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 
Ljósið 
LS Retail 
Lögheimtan 
Margt smátt 
Medor 
Microsoft Ísland 
Miðlun 
Motus 
Netorka 
Nordic Visitor Iceland 
Northern Light á Íslandi ehf. 
Nova 
Olíuverzlun Íslands 
Opin kerfi 
Origo 
Parlogis 
Pipar/TBWA 
PwC 
Rafport 
Rammagerðin 
Rauði kross Íslands 
Rekstrarfélag Kringlunnar 
Reykjavik Excursions 
S. Guðjónsson 
S4S 
Samhjálp 
Securitas 
Sjónlag 
Sjóvá 
Skeljungur 
Sláturfélag Suðurlands 
Sportís 
Stoð stoðtækjasmíði 
Strikamerki 
Tandur 
Tempo Software 
Tengi 
Terra Nova Sól 
TRS 
Tryggingamiðstöðin 
TVG Zimsen 
Vaðvík 
Vaki fiskeldiskerfi 
Valka 
VB Landbúnaður 
Veritas Capital 
Verslunartækni 
VIRK 
Vistor 
VÍS 
Vodafone 
Vogabær 
VSB verkfræðistofa 
Vörður tryggingar 
Wedo - Heimkaup 
Wise 
Þekking 
Öryggismiðstöð Íslands