Framkvæmdin

Gallup sér um framkvæmd könnunar VR á Fyrirtæki ársins sem og úrvinnslu niðurstaðna. Könnunin á Fyrirtæki ársins nær til félagsmanna sem eru skráðir í VR þegar könnunin hefst. Að auki er fyrirtækjum boðið að aðrir starfsmenn en VR félagar fái einnig senda könnunina og árið 2017 voru fyrirtækin sem það gerðu alls 166 talsins. Ef fyrirtæki vilja bjóða öðrum en VR félögum þátttöku í könnuninni, verða allir starfsmenn að fá tækifæri til að svara.

Fyrirtæki ársins eru valin með þeim hætti að spurningalisti er lagður fyrir starfsmenn fyrirtækja þar sem þeir eru inntir eftir mati á innra starfsumhverfi fyrirtækis síns og er spurt um viðhorf til alls níu þátta: stjórnunar, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika vinnu, möguleika starfsmanna á sjálfstæðum ákvörðunum í starfi, ímyndar fyrirtækis, ánægju og stolts, starfsanda í fyrirtækinu og jafnréttis. Valið á Fyrirtæki ársins byggist á heildareinkunn sem er samsett úr þessum níu þáttum. Niðurstöðurnar eru birtar á vef VR eftir heildareinkunn fyrirtækja og einkunnum þeirra fyrir lykilþættina en fyrirtækjum stendur til boða að kaupa ítarlegri greiningu niðurstaðna, en það er Gallup sem sér um ítargreiningar og innheimtir greiðslu fyrir þær.

Sjá nánar um framkvæmdina og lykilþættina í umfjöllun um Fyrirtæki ársins 2017.