Cyren

Cyren fær 4,655 í heildareinkunn í ár en fékk 4,387 í fyrra og hækkar sig því nokkuð á milli ára. Meðaltalið í stærðarflokknum er 4,201 en hæsta mögulega einkunn er fimm. Nánast allar einkunnir fyrirtækisins hækka milli ára, sumar mikið. Einkunn fyrir stjórnun fer úr 4,31 í fyrra í 4,72 í ár. Einkunn fyrir launakjör hækkar úr 3,87 í 4,12 og einkunn fyrir jafnrétti hækkar úr 4,25 í 4,79. Hæsta einkunn Cyren er fyrir starfsandann, 4,84 en meðaltal meðalstórra fyrirtækja er 4,39. Lægsta einkunn Cyren, eins og flestra annarra  fyrirtækja er fyrir þáttinn launakjör, 4,12 sem er þó umtalstvert hærri einkunn en meðaltal fyrirtækja í stærðarflokknum fyrir þennan þátt en það er 3,47.

Cyren 4,655
4,72
Stjórnun
4,84
Starfsandi
4,12
Launakjör
4,59
Vinnuskilyrði
4,69
Sveigjanleiki í vinnu
4,59
Sjálfstæði í starfi
4,70
Ímynd fyrirtækis
4,74
Ánægja og stolt
4,79
Jafnrétti
80-100%
Svarhlutfall