dk hugbúnaður

dk hugbúnaður fékk 4,571 í heildareinkunn sem er umtalsvert hærra en meðaleinkunn í þessum stærðarflokki sem er 4,137. dk hugbúnaður var með einkunnina 4,343 á síðasta ári. Hækkunin liggur meðal annars í þættinum vinnuskilyrði sem fór úr 3,77 á síðasta ári í 4,61 sem er hæsta einkunn stærri fyrirtækja fyrir þáttinn. Þá er dk hugbúnaður hæst stærri fyrirtækja fyrir lykilþættina sveigjanleiki vinnu og ánægja og stolt. Einkunn fyrir stjórnun hækkar úr 4,32 í 4,54 og einkunn fyrir launakjör úr 4,15 í 4,39. dk hugbúnaður er eina fyrirtækið í hópi stærri fyrirtækja sem fær yfir fjóra fyrir launakjör - reyndar er engin einkunn undir fjórum hjá dk hugbúnaði.

dk hugbúnaður 4,571
4,54
Stjórnun
4,67
Starfsandi
4,39
Launakjör
4,61
Vinnuskilyrði
4,77
Sveigjanleiki í vinnu
4,45
Sjálfstæði í starfi
4,48
Ímynd fyrirtækis
4,76
Ánægja og stolt
4,48
Jafnrétti
80-100%
Svarhlutfall