Fulltingi

Fulltingi fær 4,689 í heildareinkunn í ár samanborið við 4,648 í fyrra. Til samanburðar er meðaleinkunn fyrirtækja í stærðarflokknum 4,201 í ár. Þó heildareinkunn breytist lítið milli ára er nokkuð um breytingar á einkunnum lykilþátta. Einkunn fyrir þáttinn stjórnun hækkar úr 4,80 í 4,91 sem er jafnframt hæsta einkunn meðalstórra fyrirtækja fyrir þennan þátt. Fulltingi er einnig hæst fyrirtækja í flokknum þegar kemur að þættinum ánægja og stolt af fyrirtæki, fær 4,90 í einkunn og hækkar sig frá fyrra ári þegar einkunnin var 4,70. Lægsta einkunn Fulltingis er fyrir launakjör, 3,80 sem er nánast óbreytt frá fyrra ári en meðaltal fyrirtækja í þessum stærðarflokki er 3,47 í ár.

Fulltingi 4,689
4,91
Stjórnun
4,84
Starfsandi
3,80
Launakjör
4,81
Vinnuskilyrði
4,72
Sveigjanleiki í vinnu
4,60
Sjálfstæði í starfi
4,84
Ímynd fyrirtækis
4,90
Ánægja og stolt
4,57
Jafnrétti
70-79%
Svarhlutfall