Johan Rönning

Johan Rönning fær slétta 4,5 í heildareinkunn í ár og lækkar eilítið á milli ára, var með 4,556 á síðasta ári en hæsta mögulega einkunn er fimm. Meðaltal stærri fyrirtækja er 4,137. Rönning hefur lengi verið ofarlega á lista í könnun VR á Fyrirtæki ársins og nokkrum sinnum fengið hæstu einkunn fyrirtækja í sínum stærðarflokki. Hæstu einkunnir Rönning í ár eru fyrir þættina ímynd fyrirtækis og jafnrétti, 4,76 fyrir hvorn þátt, en hæstu einkunnir fyrirtækisins í fyrra voru einnig fyrir þessa tvo þætti. Lægsta einkunn er fyrir þáttinn launakjör, 3,92, sem er engu að síður mun hærra en meðaltal stærri fyrirtækja fyrir þáttinn sem er 3,22.

Johan Rönning 4,500
4,56
Stjórnun
4,55
Starfsandi
3,92
Launakjör
4,24
Vinnuskilyrði
4,53
Sveigjanleiki í vinnu
4,53
Sjálfstæði í starfi
4,76
Ímynd fyrirtækis
4,59
Ánægja og stolt
4,76
Jafnrétti
80-100%
Svarhlutfall