Margt smátt

Margt smátt fær 4,789 í heildareinkunn í ár og hækkar sig mikið frá því á síðasta ári þegar einkunn fyrirtækisins var 4,605. Margt smátt er hæst fyrirtækja í sínum stærðarflokki í fjórum lykilþáttum; launakjör, þar sem einkunnin er 4,43; sjálfstæði í starfi þar sem einkunn fyrirtækisins er 4,98 sem er umtalsvert hærra en meðaltalið sem er 4,35; ímynd fyrirtækis en þar fær Margt smátt 4,92 samanborið við meðaltal upp á 4,27; og jafnrétti þar sem fyrirtækið fær langhæstu einkunnina í sínum stærðarflokki, 4,97 og hækkar sig mikið frá fyrra ári þegar einkunn fyrir jafnrétti var 4,60. Hæsta einkunn fyrirtækisins í ár er fyrir sjálfstæði í starfi, 4,98, en sú lægsta er hins vegar fyrir launakjörin. 

Margt smátt 4,789
4,86
Stjórnun
4,79
Starfsandi
4,43
Launakjör
4,54
Vinnuskilyrði
4,78
Sveigjanleiki í vinnu
4,98
Sjálfstæði í starfi
4,92
Ímynd fyrirtækis
4,81
Ánægja og stolt
4,97
Jafnrétti
35-49%
Svarhlutfall