Microsoft Ísland

Heildareinkunn Microsoft Ísland í ár er 4,976 og hækkar mikið frá því í fyrra þegar einkunnin var 4,789. Til samanburðar má nefna að meðaltal lítilla fyrirtækja er 4,294. Allar einkunnir hækka á milli ára og fær fyrirtækið fimm eða hæstu mögulegu einkunn fyrir þrjár lykilþætti; starfsanda, jafnrétti og ánægju og stolt af fyrirtæki. Starfsandi fékk 4,87 í einkunn í fyrra, jafnrétti fékk 4,92 og ánægja og stolt fékk 4,94. Einkunn fyrir launakjör hækkar umtalsvert frá 2017, hún var 4,36 á síðasta ári en er 4,96 í ár. Meðaltalið fyrir launakjör í stærðarflokknum er 3,66 þannig að einkunn Microsoft Ísland er mjög há. 

Microsoft Ísland 4,976
4,99
Stjórnun
5,00
Starfsandi
4,96
Launakjör
4,96
Vinnuskilyrði
4,93
Sveigjanleiki í vinnu
4,97
Sjálfstæði í starfi
4,96
Ímynd fyrirtækis
5,00
Ánægja og stolt
5,00
Jafnrétti
80-100%
Svarhlutfall