Pipar / TBWA

Pipar / TBWA fær 4,406 í heildareinkunn af fimm mögulegum en meðaleinkunn stærri fyrirtækja er 4,137. Heildareinkunn fyrirtækisins er nánast óbreytt frá fyrra ári. Pipar / TBWA fær hæstu einkunn stærri fyrirtækja fyrir þáttinn jafnrétti, 4,79 en meðaltal fyrirtækjanna í þessum stærðarflokki fyrir jafnrétti er 4,34. Pipar hækkar sig á milli ára hvað varðar ímynd fyrirtækisins – fer úr einkunninni 4,25 í 4,44. Þá hækkar einkunn fyrir þáttinn ánægja og stolt af fyrirtæki, fer úr 4,36 í 4,47.  Launakjör fá lægstu einkunn, eins og hjá flestum fyrirtækjum, 3,57, sem er engu að síður mun hærra en meðaltalið, 3,22.

Pipar / TBWA 4,406
4,46
Stjórnun
4,52
Starfsandi
3,57
Launakjör
4,29
Vinnuskilyrði
4,66
Sveigjanleiki í vinnu
4,38
Sjálfstæði í starfi
4,44
Ímynd fyrirtækis
4,47
Ánægja og stolt
4,79
Jafnrétti
80-100%
Svarhlutfall