Samanburður milli VR, SFR,StRv

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur. VR hefur kannað laun og önnur kjör sinna félagsmanna nær samfellt í tvo áratugi, SFR stéttarfélag hefur gert samskonar launakönnun meðal félagsmanna sinna frá árinu 2007 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar frá 2011.

Félagsmenn VR vinna á almennum vinnumarkaði, félagsmenn SFR starfa hjá ríki, sjálfseignarstofnunum og opinberum fyrirtækjum og félagsmenn StRv hjá Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og fleiri opinberum fyrirtækjum og stofnunum. Það er því áhugavert að bera saman niðurstöður þessara félaga.

Athugið að launatölur allra stéttarfélaga miða við janúarmánuð 2016 en í launatöflum og birtum launatölum VR á vefnum er miðað við laun fyrir apríl. Sjá nánar um framkvæmd launakönnunar VR 2016.

 

 

VR, SFR og StRv 2016

     VR    SFR     StRv 
   Meðaltal heildarlauna á mánuði 596.911 kr.   458.176 kr.    482.899 kr.
   Hækkun heildarlauna milli ára 8,9%   8,9%    8,5% 
   Kynbundinn launamunur á heildarlaunum 10%   11,8%   6,1%
   Lengd vinnuvikunnar (100% starf) 43,7 klst.    42,7 klst.    43,2 klst.
   Hlutfall félagsmanna sem fær hlunnindi 80%   61%   67%
   Hlutfall félagsmanna með háskólamenntun 33,9%    11,7%    36,0%
   Hlutfall félagsmanna sem eru ánægð með launakjör sín 54%    27%    25%

Allar niðurstöður